Hvers vegna er fótbolti á landsbyggðinni mikilvægur fyrir allan fótbolta á Íslandi?
Ársþing KSÍ verður haldið laugardaginn 25. febrúar næstkomandi á Ísafirði. Degi fyrr, föstudaginn 24. febrúar, býður KSÍ til sérstaks málþings í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði. Málþingið ber yfirskriftina "Hvers vegna er fótbolti á landsbyggðinni mikilvægur fyrir allan fótbolta á Íslandi?"
Nánari upplýsingar um dagskrá og efnistök málþingsins má sjá hér að neðan.
Málþing 2023
Umsjón: Jörundur Áki Sveinsson.
Fyrirlestrarsalur Menntaskólans á Ísafirði.
Föstudagur 24. febrúar kl. 18:00-19:30.
Hvers vegna er fótbolti á landsbyggðinni mikilvægur fyrir allan fótbolta á Íslandi?
18:00-18:30 með umræðum
Jón Hálfdán Pétursson um áskoranir og tækifæri í knattspyrnustarfinu á Vestfjörðum.
18:30-19:00 með umræðum
Ívar Ingimarsson um fækkun liða og samþjöppun félaga á landsbyggðinni og áhrif þessarar þróunar á byggðirnar.
19:00-19:30 með umræðum
Jörundur Áki Sveinsson um knattspyrnusvið KSÍ og þróun og nýjungar í knattspyrnu, ásamt samantekt Grétars Rafns Steinssonar.