Fjölmennum á 77. ársþing KSÍ
Frá stjórn KSÍ:
77. ársþing KSÍ fer fram 25. febrúar næstkomandi. Þingið í ár er haldið á Ísafirði og er þeim sið þannig áfram haldið að vera með knattspyrnuþing reglulega utan höfuðborgarsvæðisins.
Það er KSÍ afar mikilvægt að halda því áfram og færa þannig þingið frá höfuðborgarsvæðinu og nær landshlutunum, enda er knattspyrna leikin um allt land. Á síðasta áratug hafa t.a.m. þing verið haldin á Akureyri, í Vestmannaeyjum, og í Ólafsvík. Í lögum KSÍ kemur fram að knattspyrnuþing fari með æðsta vald í málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar.
Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélög til að fjölmenna á þingið á Ísafirði og sýna í verki styrk og samstöðu þessarar stóru hreyfingar.
Mynd með grein: Hulda Margrét