• mán. 06. feb. 2023
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna - Ísland mætir Finnlandi á þriðjudag

U17 kvenna mætir Finnlandi á þriðjudag í síðasta leik sínum á æfingamóti í Portúgal.

Leikurinn fer fram á Campo de Jogos Municipal Carlos Duarte og hefst hann kl. 17:00. Bein útsending verður frá leiknum á KSÍ TV.

KSÍ TV

Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en liðið gerði markalaust jafntefli við Portúgal áður en það vann 2-0 sigur gegn Slóvakíu. Finnland hefur unnið báða sína leiki á mótinu, 4-0 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal.