A kvenna - Ísland mætir Sviss í apríl
A kvenna mætir Sviss í apríl í vináttuleik, en leikið verður ytra.
Leikurinn fer fram á Letzigrund í Zürich 11. apríl næstkomandi. Þetta verður í níunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið tvo leiki, einn hefur endað með jafntefli og Sviss hefur unnið fimm. Liðin mættust síðast í lokakeppni EM 2017 og endaði sá leikur með 2-1 sigri Sviss. Síðasti sigur Íslands gegn Sviss var í vináttuleik árið 1986, en þá skoraði Kristín Anna Arnþórsdóttir eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands.