• fös. 27. jan. 2023
  • Skrifstofa

Sigurður Hlíðar ráðinn á markaðssvið KSÍ

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Sigurðar H. Rúnarssonar á markaðssvið og tekur hann formlega til starfa 1. mars næstkomandi.

Sigurður, sem er með MS próf í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og BSC gráðu í íþróttafræði frá HR auk UEFA B þjálfaragráðu, lauk nýverið störfum hjá Breiðabliki þar sem hann hafði starfað í rúm átta ár sem verkefnastjóri og síðar sem deildarstjóri knattspyrnudeildar, þar sem hann bar ábyrgð á daglegum rekstri og vann jafnframt að ýmsum verkefnum, meðal annars sem mótssjóri Símamótsins.

Sem fyrr segir mun Sigurður starfa á markaðssviði KSÍ og má sjá helstu verkefni hans að neðan:

Helstu verkefni:

  • Umsjón með þjónustuupplifun gesta Laugardalsvallar
  • Gerð markaðs- og kynningaráætlunar innlendra móta, og alþjóðlegra verkefna KSÍ
  • Samningar og þjónusta við samstarfsaðila
  • Markaðssetning og þjónusta við innlent mótahald og landslið
  • Vöru- og þjónustuþróun, umsjón með sölumálum og samskipti við hagsmunahafa
  • Royalty-samningar og/eða sala á vörum merktum KSÍ
  • Eftirfylgni og umsjón sjónvarpssamninga með samstarfsaðilum
  • Stýra gerð samninga varðandi innkaup sambandsins

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 30. nóvember 2023. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, er í tímabundnu leyfi vegna annarra verkefna erlendis.

KSÍ býður Sigurð Hlíðar velkominn til starfa.