• fim. 26. jan. 2023

2287. fundur stjórnar KSÍ - 10. janúar 2023

2287. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2023 og hófst kl. 16:00. Fundurinn var haldinn á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Pálmi Haraldsson Torfi Rafn Halldórsson og Unnar Stefán Sigurðsson.

Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Þá tók Bryndís Einarsdóttir fjármálastjóri KSÍ sæti á fundinum undir dagskrárlið 4.

Forföll: Orri V. Hlöðversson og Guðlaug Helga Sigurðardóttir.

Fundargögn:

  • Tillaga að breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót – tekjur og gjöld í bikarkeppnum
  • Tillaga að breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga
  • Minnisblað frá starfshópi um ferðaþátttökugjald
  • Minnisblað um fjárhagsáætlun 2023
  • Minnisblað um athugasemdir við úthlutun vegna þróunarstarfs barna og unglinga 2022
  • Skýrsla starfshóps um varalið í keppni meistaraflokks kvenna (þingskjal 13 á ársþingi KSÍ 2022)
  • Erindi frá FIFA vegna Pelé
  • Erindi frá Breiðdalsvík vegna Pelé-vallar
  • Erindi frá Ívari Ingimarssyni vegna úttektar á knattspyrnumannvirkjum

Skoða fundargerð