Barnaheill með fyrsta námskeið ársins á Akureyri
Fyrsta námskeið ársins á vegum Barnaheilla og KSÍ fer fram hjá Þór á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 17. janúar.
Námskeiðið Verndarar Barna er samstarfsverkefni á milli Barnaheilla og KSÍ sem hófst á síðasta ári. Markmiðið er að fræðari frá Barnaheillum heimsæki öll félög landsins á tveggja ára tímabili og haldi fræðslu með það að markmiði að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við.
Önnur félög sem hafa bókað námskeiðið á komandi vikum eru UMFN í Njarðvík, Valur í Reykjavík og Haukar.
Félög geta bókað námskeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið verndararbarna@barnaheill.is.