Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn félaga í leyfiskerfi KSÍ
Mynd - Helgi Halldórsson
Leyfiskerfi KSÍ hefur tekið breytingum varðandi staðfestingu á skuld eða skuldleysi gagnvart starfsmönnum.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
1. Nú geta leikmenn, þjálfarar eða aðrir starfsmenn, sjálf tilkynnt um vanskil, ef einhver eru, á heimasíðu KSÍ. Vegna leyfiskerfisins, fyrir keppnistímabilið 2023, þurfa greiðslur samkvæmt samningum fram til 28. febrúar 2023 að vera í skilum gagnvart leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum. Ef svo er ekki, þá eru viðkomandi starfsmenn beðnir um að tilkynna um slík vanskil, eigi síðar en 31. mars 2023 (betra fyrr en síðar).
o Tilkynnt er um vanskil á eftirfarandi slóð: https://www.ksi.is/leyfiskerfi/leyfiskerfi-ksi/tilkynning-um-vanskil/
2. Aðeins ef leikmaður, eða aðrir starfsmenn, hafa tilkynnt um vanskil af hálfu félags í leyfiskerfinu, þá mun KSÍ fara fram á það við viðkomandi félag að það sýni fram á engin vanskil gagnvart viðkomandi leikmanni.
o Engin vanskil eru staðfest á eftirfarandi slóð: https://www.ksi.is/leyfiskerfi/leyfiskerfi-ksi/engin-vanskil/
o ATH: Á aðeins við ef leikmaður hefur áður tilkynnt um vanskil
Stærsta breytingin felst í því, að nú munu félög ekki þurfa að afla staðfestinga frá öllum samningsbundnum leikmönnum, þjálfurum eða öðrum á engum vanskilum. Nú er það í höndum einstaklinganna sjálfra að tilkynna um vanskil beint til KSÍ, og aðeins þá mun KSÍ fara fram að það við viðkomandi félag að það geri upp skuldir gagnvart viðkomandi starfsmanni.
Ef spurningar vakna, ekki hika við að frá frekari upplýsingar frá skrifstofu KSÍ (haukur@ksi.is)