Árlegur vinnufundur um leyfiskerfið 11. janúar
Mynd: Mummi Lú
Boðað hefur verið til árlegs vinnufundar með leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga í Bestu deild og Lengjudeild karla og kvenna miðvikudaginn 11. janúar kl. 16:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Fundurinn verður einnig á fjarfundarformi.
Dagskrá fundarins
- Opnun og kynning á dagskrárliðum - Haukur Hinriksson, leyfisstjóri.
- Áhersluatriði 2023 - Arnar Bill Gunnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs.
- Starf yfirþjálfara
- Markmannsþjálfari meistaraflokks - Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ fyrir tímabilið 2023 - Haukur Hinriksson, leyfisstjóri.
- Fjárhagsþættir. Áhersluatriði og nýjungar - Birna María Sigurðardóttir, sérfræðingur frá Deloitte.
- Spurningar og umræður.