KSÍ auglýsir eftir tímabundnum verkefnastjóra á markaðssvið
KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf á markaðssviði sambandsins frá 1. mars - 30. nóvember 2023. Um er að ræða spennandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem m.a. er hægt að hafa áhrif á upplifun gesta á Laugardalsvelli og markaðssetningu verkefna KSÍ.
Helstu verkefni:
• Umsjón með þjónustuupplifun gesta Laugardalsvallar
• Gerð markaðs- og kynningaráætlunar innlendra móta, og alþjóðlegra verkefna KSÍ
• Samningar og þjónusta við samstarfsaðila
• Markaðssetning og þjónusta við innlent mótahald og landslið
• Vöru- og þjónustuþróun, umsjón með sölumálum og samskipti við hagsmunahafa
• Royalty-samningar og/eða sala á vörum merktum KSÍ
• Eftirfylgni og umsjón sjónvarpssamninga með samstarfsaðilum
• Stýra gerð samninga varðandi innkaup sambandsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á knattspyrnu og bakgrunnur innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
• Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku og ensku.
• Góð þekking á forritum Office og hvers kyns tölvuvinnslu.
• Góð samskiptafærni, skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæmni í starfi.
Umsóknum ásamt sakavottorði skal skilað með tölvupósti til klara@ksi.is eigi síðar en 20. janúar 2023. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. mars 2023. Allar nánari upplýsingar veitir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri í síma 510-2900.