Drög að niðurröðun í 2., 3. og 4. deild karla hefur verið birt
Mynd: Helgi Halldórs
KSÍ hefur birt drög að niðurröðun leikja í 2., 3. og 4. deild karla 2023 sem og leikdaga í bikarkeppni neðri deila karla.
Önnur deild karla hefst 5. maí þegar Haukar taka á móti Þrótti Vogum. KFG og Víðir hefja leik í 3. deild karla og verður sá leikur einnig 5. maí. Í 4. deild hefst tímabilið með þremur leikjum þann 11. maí.
Keppni í bikarkeppni neðri deilda karla hefst 21. júní með 32-liða úrslitum og verður úrslitaleikurinn spilaður föstudaginn 29. september. Er þetta í fyrsta sinn sem bikarkeppni neðri deilda karla fer fram.
Þátttaka í bikarkeppni neðri deilda er heimil þeim aðildarfélögum KSÍ sem leika í 2. og 3. deild, þeim tveimur aðildarfélögum sem féllu úr 3. deild árið áður auk aðildarfélaga sem enduðu í 3. til 8. sæti 4. deildar árið áður. Hverju aðildarfélagi er heimilt að tilkynna eitt lið til keppni.
Mótin á vef KSÍ: Öll mót - Knattspyrnusamband Íslands (ksi.is)