Aukafundur stjórnar KSÍ - 14. desember 2022
Aukafundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn miðvikudaginn 14. desember 2022
og hófst kl. 12:15. Fundurinn var haldinn á teams.
Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Pálmi Haraldsson, Torfi Rafn Halldórsson og Unnar Stefán Sigurðsson.
Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir.
Mættir fulltrúar landshluta: Oddný Eva Böðvarsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarzsem ritaði fundargerð.
Forföll: Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Orri V. Hlöðversson, Kolbeinn Kristinsson varamaður í stjórn og landshlutafulltrúarnir Trausti Hjaltason og Eva Dís Pálmadóttir.
Gestir: Birkir Sveinsson sviðsstjóri innanlandssviðs og Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs.
1. Mótamál
a. Lotukerfi í 2. flokki
✓ Jörundur Áki Sveinsson og Birkir Sveinsson kynnti tillögu knattspyrnusviðs og
mótanefndar að taka upp lotukerfi í keppni 2. flokks karla A-liða. Málið var rætt
ítarlega. Stjórn KSÍ samþykkti að taka upp lotukerfi í 2. flokki karla, A liðum. Beðið
er eftir svörum frá aðildarfélögum varðandi vilja þeirra í mótafyrirkomulagi í 2.
flokki kvenna.
Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 12:45.