Æfingar yngri landsliða hefjast í vor
Æfingar yngri landsliða fara á fullt í janúar í undirbúningi liða fyrir næstu leiki sína.
Nýlega var dregið í miliriðla í undankeppnum EM 2023 hjá U17 og U19 landsliðum karla og kvenna. Jafnframt eru verkefni á döfinni hjá bæði U16 karla og kvenna í vor. Hér að neðan má sjá þá leiki sem liðin leika í vor. Neðst í fréttinni má svo finna dagskrá landsliðanna í vor, en um er að ræða drög og geta dagsetningar því breyst.
U19 kvenna
Liðið leikur í milliriðli í undankeppni EM 2023 og mætir þar Svíþjóð, Danmörku og Úkraínu. Leikið verður í Danmörku 6.-11. apríl. Efsta lið riðilsins fer áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Belgíu 18.-30. júlí. Í undirbúningi sínum fyrir milliriðilinn tekur liðið þátt í æfingamóti í Portúgal 14.-22. febrúar, en enn á eftir að tilkynna það hverjir mótherjar liðsins verða.
U19 karla
Liðið leikur í milliriðli í undankeppni EM 2023 og mætir þar Englandi, Tyrklandi og Ungverjalandi. Leikið verður á Englandi 22.-28. mars. Efsta lið riðilsins fer áfram í lokakeppnina sem haldin verður á Möltu 3.-16. júlí.
U17 kvenna
Ísland er í B deild í þessum aldursflokki og getur því ekki tryggt sér sæti í lokakeppninni. Liðið er í riðli með Albaníu og Lúxemborg og fer liðið sem vinnur riðilinn upp í A deild fyrir næstu undankeppni. Leikið verður í Albaníu 15.-21. mars. Í undirbúningi fyrir þann riðil tekur Ísland þátt í æfingamóti í Portúgal þar sem liðið mætir Englandi, Finnlandi og Portúgal dagana 2.-8. febrúar.
U17 karla
Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Wales og Skotlandi og verður riðillinn leikinn í Wales 22.-28. mars. Þau lið sem vinna sína riðla fara áfram í lokakeppnina ásamt 7 af 8 liðum með bestan árangur í öðru sæti síns riðils. Lokakeppnin fer fram í Ungverjalandi 17. maí - 2. júní.
U16 kvenna
Ísland tekur að venju þátt í þróunarmóti á vegum UEFA, UEFA Development Tournament og mætir liðið þar Wales, Ísrael og Tékklandi. Mótið fer fram í Wales 11.-16. apríl.
U16 karla
Líkt og U16 kvenna tekur U16 karla þátt í þróunarmóti á vegum UEFA, UEFA Development Tournament, og mætir liðið þar Möltu, Eistlandi og Armeníu. Mótið fer fram á Möltu 12.-17. apríl.
Dagskrá æfinga í vor