• þri. 20. des. 2022
  • Mótamál
  • Lengjudeildin
  • Besta deildin
  • Mjólkurbikarinn

Drög að niðurröðun leikja hafa verið birt

Mynd: Mummi Lú

Drög að niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum hafa verið birt á vef KSÍ.

- Besta deild karla

- Besta deild kvenna

- Lengjudeild karla

- Lengjudeild kvenna

- Meistarakeppnir KSÍ

- Leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið birtir.


Hér má sjá drög að niðurröðun: Öll mót - Knattspyrnusamband Íslands (ksi.is)

Mjólkurbikarinn

Ákveðið hefur verið að færa úrslitaleiki Mjólkurbikarsins framar, miðað við undanfarin ár. Báðir úrslitaleikirnir verða í ágúst.
Keppni í Mjólkurbikar karla hefst í lok mars og keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst í lok apríl.

Besta deild karla

Besta deild karla hefst mánudaginn 10. apríl, þ.e. annan í páskum. Opnunarleikur mótsins verður Breiðablik – HK.

Besta deild kvenna

Besta deild kvenna hefst þriðjudaginn 25. apríl. Opnunarleikur mótsins verður Valur – Breiðablik.

Breytingar verða á fyrirkomulagi mótsins. Mótinu er skipt í tvo hluta með sama hætti og í Bestu deild karla. Í fyrri hluta mótsins er leikinn hefðbundin tvöföld umferð, heima og að heiman.
Í seinni hluta mótsins er mótinu skipt í tvo hluta. Í efri hlutanum leika efstu sex félögin einfalda umferð um sigur í mótinu og um tvö Evrópusæti.
Í neðri hlutanum leika félögin fjögur sem enduðu í sætum 7-10, einfalda umferð um að forðast fall.

Lengjudeildirnar

Keppni Lengjudeildanna hefst í byrjun maí. Breytingar hafa verið gerðar á keppni Lengjudeildar karla á þann hátt að félögin í sætum 2-5 fara í umspil um eitt laust sæti í Bestu deild karla að ári.

Önnur mót meistaraflokka

Niðurröðun leikja í 2., 3. og 4. deild karla er í vinnslu og verður birt fljótlega.

Vinna við niðurröðun leikja í 2. deild kvenna, 5. deild karla, Bikarkeppni neðri deilda og Utandeild karla hefst fljótlega á nýju ári þegar þátttaka liggur fyrir.