Ísland samþykkir Saint-Denis og Macolin tilskipanirnar
Ísland hefur formlega samþykkt tilskipun Evrópuráðsins um öryggi og aðgengi að knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum annars vegar (Saint-Denis tilskipunin), og hins vegar tilskipun Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum (Macolin tilskipunin). Ísland er 24. ríkið til að samþykkja Saint-Denis tilskipunina, sem tekur gildi hér á landi 1. febrúar 2023, og 8. ríkið til að samþykkja Macolin tilskipunina, sem tekur gildi hér á landi 1. apríl 2023.
Það var Ragnhildur Arnljótsdóttir, fastafulltrúi fastanefndar hjá Evrópuráðinu (á mynd), sem undirritaði tilskipanirnar fyrir hönd Íslands. Tilgangur tilskipana sem þessara er að samþætta og samræma ýmsa þætti eins og forvirkar aðgerðir, verklag og viðbrögð, og auka og efla samstarf milli landa.
Mynd með grein: Vefur Evrópuráðsins