• fös. 09. des. 2022
  • Stjórn

Stjórn KSÍ fundaði á Selfossi

Stjórn KSÍ fundaði fimmtudaginn 8. desember og að þessu sinni fór fundurinn fram á Selfossi. Stjórnarfundir eru annað slagið haldnir í húsakynnum aðildarfélaga KSÍ og t.a.m. var fundur stjórnar 6. október haldinn í félagsaðstöðu knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Fyrir fundinn á Selfossi skoðaði stjórnin aðstöðu knattspyrnudeildar UMF Selfoss, sem er til fyrirmyndar og þá sérstaklega Selfosshöllin, nýtt fjölnota íþróttahús sem á án efa sinn þátt í fjölgun iðkenda í knattspyrnu hjá félaginu.

Stjórnin fundaði jafnframt með fulltrúum knattspyrnudeildar Selfoss og bar þar margvísleg málefni á góma, t.a.m. fjölgun iðkenda, menntun þjálfara og stefnumótunarvinna félagsins, sem vakti mikinn áhuga stjórnar, og þá sérstaklega lykilmælikvarðar árangurs að mati félagsins.

Stjórn KSÍ þakkar Selfyssingum hlýjar móttökur og óskar félaginu góðs gengis í framtíðinni.