U17 karla - Dregið í milliriðla undankeppni EM 2023
Dregið hefur verið í milliriðla undankeppni EM 2023.
Ísland er þar í riðli með Svartfjallalandi, Wales og Skotlandi. Þau lið sem vinna sína riðla fara áfram í lokakeppnina ásamt þeim sjö liðum með bestan árangur í öðru sæti riðlanna, en leikið er í átta riðlum.
Riðillinn verður leikinn í Wales dagana 22.-28. mars.
Lokakeppnin fer fram í Ungverjalandi dagana 17. maí - 2. júní.