Aukafundur stjórnar KSÍ - 30. nóvember 2022
Aukafundur stjórnar 30. nóvember 2022 – kl. 12:00 á teams.
Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Helga Helgadóttir, Pálmi Haraldsson, Torfi Rafn Halldórsson og Unnar S. Sigurðsson.
Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson (tók sæti á fundi kl. 12:10) og Tinna Hrund Hlynsdóttir.
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarzsem ritaði fundargerð.
Gestur: Haukur Hinriksson lögfræðingur KSÍ tók sæti á fundinum undir dagskrárlið 1.
Forföll: Ívar Ingimarsson, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Orri V. Hlöðversson og Kolbeinn Kristinsson.
Fundargögn:
- Tillögur um breytingar á reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót.
1. Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
Haukur Hinriksson kynnti tillögu um breytingar á reglugerð um knattspyrnumót. Um er að ræða
útfærslu á samþykktum síðasta ársþings um breytingar á mótafyrirkomulagi sem og ýmsar
lagfæringar á orðalagi á stöku stað í reglugerð.
a. Stjórn samþykkti breytingar á mótafyrirkomulagi í samræmi við samþykktir síðasta
ársþings. (Breytingarnar verða útgefnar í dreifibréfi og eru ekki birtar í fundargerð).
b. Stjórn samþykkti að samræma vallarflokk fyrir úrslitaleik í bikarkeppni kvenna í A flokk í
samræmi við ákvæði í reglugerð um bikarkeppnina. Stjórn samþykkti óska eftir því við
mannvirkjanefnd að nefndin endurskoði vallarflokkun í reglugerð.
c. Rætt um reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga (sbr. fyrri samþykkt stjórnar um
flóðlýsingu) og samþykkti að senda tillögu um breytingu til ÍTF til umsagnar.
Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 12:45.