• þri. 29. nóv. 2022
  • Landslið
  • Fræðsla

Samið við Footovision

KSÍ hefur samið við FootoVision um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins við gagnasöfnun og leikgreiningu í tengslum við leiki landsliða (optical tracking).  KSÍ samdi við FootoVision til reynslu um mitt ár 2021 og nú hefur verið undirritaður samstarfssamningur sem gildir til ársloka 2023.

KSÍ hefur markvisst verið að taka skref í því að þróa og styrkja tölfræðilega þáttinn í umgjörð landsliða og er samningurinn við FootoVision hluti af þeirri vegferð.  FootoVision skilar nákvæmum tölfræðigögnum í yfir 900 mælieiningum (KPI´s) um frammistöðu liðs og leikmanna (leikfræðilegur og líkamlegur hluti leiks) með sjálfvirkri greiningu á myndbandsupptökum úr leikjum. Skýrslurnar nýtast bæði við greiningu á mótherjum og á eigin liði.

Mynd:  Mummi Lú.