Greiðslur til félaga vegna Meistaradeildar kvenna
Mynd: Mummi Lú
Samstöðugreiðslur vegna þátttöku íslenskra félagsliða í Meistaradeild Evrópu kvennaliða árið 2021 verða greiddar til þeirra félaga sem ekki tóku þátt í Meistaradeildinni, það eru þau lið sem lentu í sætum þrjú til tíu í efstu deild kvenna sumarið 2021.
Hvert félag fær 15.789 Evrur sem jafngildir um 2,3 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Upphæðin ræðst af árangri þess liðs frá hverju landi sem nær bestum árangri í Meistaradeildinni. Í þessu tilfelli komst Breiðablik í riðlakeppnina og því miðast upphæðin við þann árangur.
Greiðslurnar eru eyrnamerktar þróun kvennaknattspyrnu hjá félögunum. Félögin skulu nota greiðsluna til að fullmóta eða bæta eitt eða fleiri atriði á listanum hér að neðan.