• mán. 14. nóv. 2022
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna - Sigur í lokaleiknum gegn Litháen

U19 kvenna tryggði sér sigur í riðli 3 í B-deild í fyrri undankeppni fyrir EM2023 með 3-0 sigri gegn Litháen í dag, mánudag. Liðið fór taplaust í gegnum keppnina og endaði með fullt hús stiga og markatöluna 15-0.

Leikurinn í dag fór rólega af stað og var staðan markalaus í hálfleik. Á 64. mínútu braut Sædís Rún Heiðarsdóttir, fyrirliði liðsins, ísinn með glæsilegu marki beint úr hornspyrnu. 

Á 67. mínútu varð leikmaður Litháen fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Amelía Rún Fjeldsted innsiglaði sigur Íslands með marki á 73. mínútu eftir að hafa komið inn á stuttu áður.

Með sigri í riðlinum tryggði liðið sér sæti í A-deild. Seinni undankeppni fyrir EM 2023 fer fram næsta vor. Þar á Ísland möguleika á að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppni EM. Þau lið sem vinna sinn riðil í A-deild tryggja sér þátttökurétt á mótinu sem fer fram í Belgíu 18.-30. júlí 2023.

Mótið á vef KSÍ.