Aukafundur stjórnar KSÍ - 11. nóvember 2022
Aukafundur stjórnar 11. nóvember 2022 – kl. 12:00 á teams.
Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður,
Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ívar
Ingimarsson, Orri V. Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Torfi Rafn Halldórsson og Unnar S. Sigurðsson.
Mættir varamenn í stjórn: Tinna Hrund Hlynsdóttir.
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarzsem ritaði fundargerð.
Gestur: Haukur Hinriksson leyfisstjóri KSÍ tók sæti á fundinum undir dagskrárlið 1.
Forföll: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Kolbeinn Kristinsson varamenn í stjórn.
Fundargögn:
- Kynning á breytingum á nýrri leyfisgerð og ný leyfisreglugerð
- Minnisblað um greiðslur vegna Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2022
Haukur Hinriksson leyfisstjóri KSÍ tók sæti á fundinum.
1. Leyfismál
a. Haukur Hinriksson kynnti tillögu um breytingar á leyfisreglugerð KSÍ.
Á fundi stjórnar KSÍ þann 1. nóvember sl. var afgreiðslu á breytingartillögum á
leyfisreglugerð KSÍ frestað til 11. nóvember. Samþykkti stjórn á fundi sínum 1. nóvember
að láta skoða þann möguleika að leyfiskerfi KSÍ yrði skipt upp. Hefur leyfiskerfi KSÍ verið
hagað þannig frá upphafi að leyfiskerfi UEFA sé látið ná til allra félaga í efstu deildum karla
og kvenna en ekki aðeins til þeirra félaga sem taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða.
Samþykkti stjórn KSÍ að láta skoða hvort grundvöllur sé til þess að láta sérsniðnar
leyfiskröfur gilda vegna þátttöku félaga í Íslandsmótum, þ.e. vegna leyfisumsókna félaga
sem ekki taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða.
Á fundi sínum þann 11. nóvember 2022 samþykkti stjórn:
Breytingartillögur á fyrri tillögum, sem unnar voru á milli funda, voru samþykktar á
leyfisreglugerð KSÍ. Miða breytingar að mestu að því að einfalda leyfiskerfi KSÍ fyrir félög
sem ekki taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða. Er nú í reglugerðinni gerður greinarmunur
á þeim kröfum sem ná aðeins til félaga sem taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða gagnvart
kröfum sem ná til þeirra félaga sem ekki taka þátt í Evrópukeppni.
Þessar breytingar verða kynntar með dreifibréfi til aðildarfélaga, á formanna- og
framkvæmdastjórafundi 26. nóvember og á vinnufundi um leyfiskerfið í janúar 2024.
Haukur Hinriksson vék af fundi.
2. Greiðslur vegna Mjólkurbikars KSÍ 2022
a. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti tillögu um greiðslur vegna Mjólkurbikarkeppni
KSÍ 2022. Umfjöllun stjórnar byggist m.a. á ákvæðum í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót
grein 23.2.9 um tekjur keppninnar og grein 23.2.10 um kostnað við leiki.
Á fundi stjórnar voru eftirtaldar greiðslur samþykktar vegna Mjólkurbikars KSÍ árið 2022:
- 6.900.000.- í verðlaunafé
- 20.000.000.- vegna sjónvarpsútsendinga
Stjórn KSÍ leggur á það áherslu að þessi ákvörðun nær eingöngu til ársins 2022 og hvorki
fordæmisgefandi né stefnumótandi fyrir komandi ár.
b. Þá samþykkti stjórn KSÍ að óska eftir því að laga-og leikreglnanefnd endurskoði ákvæði um
tekjur og kostnað í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót (bikarkeppni).
Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 12:45