• mið. 09. nóv. 2022
  • Fræðsla

Skýrsla FIFA um knattspyrnu kvenna

Mynd: Hulda Margrét

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út 2. útgáfu af skýrslu um knattspyrnu kvenna sem ber heitið Setting the pace 2022.

Skýrslan er unnin úr gögnum frá 30 deildum og 294 félögum. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna vöxt og þróun á lykilatriðum í öllum sex álfusamböndum FIFA.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að 90% af deildunum eru með skrifaða stefnu árið 2022 samanborið við 79% árið 2021. Í ár bera 77% deildanna nafn styrktaraðila deildarinnar og er þetta 11% aukning frá 2021.

Meginmarkmið skýrslunnar er að hraða fagmennsku í knattspyrnu kvenna með því að setja fram nákvæma mynd af landslagi í afreks deildum og félögum.

Þar að auki á skýrslan að virkja og leiðbeina hagsmunaaðilum í kringum knattspyrnu kvenna sem mun móta enn frekar fagmennsku og þróun leiksins, bæði innan vallar sem utan.

Hægt er að lesa skýrsluna á heimasíðu FIFA.