Félagaskiptakerfi verði tengd miðlægum gagnagrunni hjá FIFA
Verkefnið FIFA Clearing House mun hefja göngu sína og verða virkt miðvikudaginn 16. nóvember. FIFA Clearing House er eitt umfangsmesta stafræna verkefni sem FIFA hefur ráðist í á síðari tímum. Verkefnið hefur verið í undirbúningi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu frá því stjórn FIFA (FIFA Council) samþykkti að setja það af stað í október 2018.
Hlutverki FIFA Clearing House má lýsa í stuttu máli þannig að skráningarkerfi/félagaskiptakerfi knattspyrnusambanda innan FIFA hafa nú verið tengd miðlægum gagnagrunni hjá FIFA. Fyrir vikið mun FIFA fá meldingar sendar til sín beint þegar leikmenn skrifa undir sínu fyrstu atvinnumannasamninga (leikmannssamninga) við félög eða fara á félagaskiptum á milli félaga innanlands eða á milli landa.
Ástæða þess að skráningarkerfi aðildarsambanda FIFA (þ.á.m. KSÍ) hafa verið tengd miðlægum gagnagrunni, er svo FIFA geti með sjálfvirkum hætti fylgst með og rukkað til sín uppeldis- og samstöðubætur vegna leikmanna og dreift þeim til uppeldisfélaga. Þannig er áætlað að uppeldisfélög þurfi ekki (líkt og í dag) sjálf að fylgjast jafn náið með ferli uppaldra leikmanna og rukka sjálf inn bætur. Þess í stað mun FIFA með sjálfvirkum hætti rukka inn bætur á miðlægan reikning sinn í hvert sinn sem krafa um bætur stofnast skv. FIFA reglugerð og dreifa þeim áfram til uppeldisfélaga.
Frekara kynningarefni um FIFA Clearing House má finna hér: FIFA Clearing House section on FIFA.com
Upptökur af kynningarfundi FIFA Clearing House
• Fyrri hluti
• Seinni hluti