Ungmennaþing KSÍ 27. nóvember
Sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi verður haldið fyrsta ungmennaþing KSÍ, sem mun standa frá kl. 10 til 16 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Öll aðildarfélög KSÍ með yngri flokka eða starfsemi fyrir börn og ungmenni hafa rétt á því að senda að hámarki fjóra fulltrúa á aldrinum 12-18 ára. KSÍ leitast eftir einstaklingum á þingið sem eru fyrirmyndir, sýna frumkvæði og vinna vel í hóp. Félög eru eindregið hvött til þess að gæta að fjölbreytileika í vali sínu á fulltrúum.
Ungmennaþing er vettvangur þar sem ungt fólk kemur saman og ræðir málefni sem brenna á þeim. Dagskrá þingsins verður með fjölbreyttu sniði, m.a. hópavinna, hópefli og kynningar frá ýmsum gestum. Í kjölfar þingsins verður stofnað Ungmennaráð KSÍ og tekið við tilnefningum í ráðið.
KSÍ styrkir 80% af ferðakostnaði þar sem ferðavegalengd til þings er meiri en 100 km. Skila þarf inn kvittun til að fá styrk fyrir ferðakostnaði. Tengiliður félags hafi samband við fjármálastjóra KSÍ, bryndis@ksi.is varðandi ferðakostnað.
Skráningarform er hér fyrir neðan. KSÍ hvetur öll félög til þess að taka þátt.