• þri. 01. nóv. 2022
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

KSÍ B 3 þjálfaranámskeið 2022 – auka námskeiði bætt við

Mynd - Mummi Lú

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ B 3 þjálfaranámskeið í Reykjavík. Það fyrra verður helgina 12.-13. nóvember og það síðara helgina 19.-20. nóvember.

KSÍ B 3 er þriðja námskeiðið af fjórum sem mynda KSÍ B þjálfaragráðuna og þátttakendur þurfa að hafa setið KSÍ C gráðuna, KSÍ B 1 og KSÍ 2 þjálfaranámskeiðin. KSÍ B þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum aðildarlöndum UEFA sem UEFA B þjálfaragráða.

Dagskrá fyrra námskeiðsins má finna hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Gera má ráð fyrir að dagskráin á seinna námskeiðinu verði eins.

Dagskrá

Námskeiðsgjaldið er 25.000 kr.

Opið er fyrir skráningu á KSÍ B 3 námskeiðsins og stendur skráning yfir. Á mánudeginum fyrir námskeiðið fá þátttakendur aðgang að Canvas svæði námskeiðsins og þurfa að undirbúa sig áður en mætt er á staðinn.

Skráning á KSÍ B 3 þjálfaranámskeið 12.-13. nóvember (skráningu lýkur 6. nóvember)

Skráning á KSÍ B 3 þjálfaranámskeið 19.-20. nóvember (skráningu lýkur 13. nóvember)