Aðsókn að Bestu deildum karla og kvenna 2022
Mynd - Mummi Lú
Aðsóknartölur fyrir Bestu deild karla og kvenna 2022 hafa verið staðfestar.
Aðsókn að Bestu deild kvenna 2022
Alls mættu 17.761 áhorfendur á leikina 90 í Bestu deild kvenna 2022, sem gerir 197 manns að meðaltali á hvern leik.
Flestir mættu á leiki Þróttar R. eða 2.841 manns sem gerir að meðaltali 316 áhorfendur á leik.
15. umferðin reyndist sú best sótta á tímabilinu. Þá mættu 1.663 áhorfendur á leikina fimm eða að meðaltali 333 á hvern leik.
Aðsókn að Bestu deild karla 2022
Alls mættu 125.680 áhorfendur á leikina 162 í Bestu deild karla 2022, sem gerir 776 manns að meðaltali á hvern leik.
Í fyrsta sinn var leikið eftir nýju fyrirkomulagi í Bestu deild karla þar sem deildinni var skipt í tvo hluta eftir 22 leiki. Hér að neðan má sjá fjölda áhorfenda og meðaltal per leik í Bestu deild karla, Bestu deild karla - efri hluti og Bestu deild karla - neðri hluti.
Besta deild karla
108.949 áhorfendur eða 825 að meðaltali á leik.
Flestir mættu á leiki Breiðablik eða 12.463 sem gerir að meðaltali 1.133 áhorfendur á leik.
Fyrsta umferð deildarinnar reyndist sú best sótta á tímablinu. Þá mættu 6.038 áhorfendur á leiki umferðarinnar eða að meðaltali 1.006 á hvern leik.
Besta deild karla - efri hluti
11.244 áhorfendur eða 750 að meðaltali á leik.
Flestir mættu á leiki Breiðablik eða 5.684 sem gerir að meðaltali 1.895 áhorfendur á leik.
Lokaumferð efri hluta deildarinnar var sú best sótta í þeim hluta. Þá mættu 3.223 áhorfendur á leikina þrjá eða að meðaltali 1.074 á hvern leik.
Besta deild karla - neðri hluti
5.487 áhorfendur eða 366 að meðaltali á leik.
Flestir mættu á leiki Fram eða 1.519 sem gerir að meðaltali 506 áhorfendur á leik.
Önnur umferð neðri hlutans var sú best sótta í þeim hluta. Þá mættu 1.584 áhorfendur á leikina þrjá eða að meðaltali 528 á hvern leik.