• mán. 31. okt. 2022
  • Landslið
  • U17 karla

U17 karla - tap gegn Frakklandi

U17 karla tapaði 0-4 gegn Frakklandi í síðasta leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2023.

Ísland endaði í öðru sæti riðilsins með sex stig og er komið áfram í milliriðla. Dregið verður í þá 8. nóvember næstkomandi.

Milliriðlarnir verða svo leiknir næsta voru og verða átta talsins. Þau átta lið sem vinna sína riðla þar og þau sjö sem hafa bestan árangur í öðru sæti komast áfram í lokakeppnina ásamt gestgjöfum lokakeppninnar, Ungverjalandi.