• mán. 31. okt. 2022
  • Mótamál
  • Besta deildin

Bestu og efnilegustu í Bestu deild karla 2022

Mynd - Mummi Lú

Bestu deild karla tímabilið 2022 er lokið, en Breiðablik lyfti skildinum á laugardag eftir 1-0 sigur gegn Víkingi R.

Tilkynnt hefur verið hverjir hljóta einstaklingsverðlaun fyrir tímabilið í ár, en það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa.

Besti leikmaðurinn

Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, var kosinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Nökkvi Þeyr átti frábært tímabil, var einnig markakóngur deildarinnar og gekk síðan til liðs við belgíska félagið Beerschot á tímabilinu.

Efnilegasti leikmaðurinn

Ísak Andri Sigurgeirsson, Stjörnunni, er efnilegasti leikmaður deildarinnar árið 2022. Ísak Andri, sem er 19 ára, lék alla 27 leiki Stjörnunnar í Bestu deildinni og skoraði í þeim 5 mörk.

Mynd - Helgi Halldórsson

Besti dómarinn

Pétur Guðmundsson var valinn besti dómari Bestu deildar karla.

Mynd - Helgi Halldórsson

Markahæsti leikmaðurinn

Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla tímabilið 2022. Hann skoraði 17 mörk í 20 leikjum.

Gullhanskinn

Anton Ari Einarsson, Breiðablik, hlýtur Gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu í deildinni í sumar.

Flestar stoðsendingar

Adam Ægir Pálsson, Keflavík, átti flestar stoðsendingar á tímabilinu eða 14 talsins.