U21 karla mætir Skotlandi í nóvember
U21 árs landslið karla mætir Skotlandi í vináttuleik í nóvember.
Leikurinn fer fram 17. nóvember í Skotlandi, en leikstaður verður staðfestur á næstunni. Þetta er fyrsti leikur liðsins frá tapinu gegn Tékklandi í umspili fyrir EM 2023 og er hann liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2025, en dregið verður í riðla eftir áramót.
Þjóðirnar hafa mæst 10 sinnum í þessu aldursflokki. Ísland hefur unnið fjórar viðureignir, Skotar fjórar og tvær hafa endað með jafntefli. Liðin mættust síðast 5. október 2016 í undankeppni EM 2017. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli og vann Ísland 2-0 sigur með mörkum frá Aroni Elís Þrándarsyni og Elías Má Ómarssyni.