• mán. 24. okt. 2022
  • Landslið
  • U17 karla

U17 karla - Ísland mætir Norður-Makedóníu á þriðjudag

U17 ára landslið karla mætir Norður Makedóníu á þriðjudag í fyrsta leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2023.

Hin liðin í riðlinum eru Frakkland og Lúxemborg, en riðillinn fer fram í Norður Makedóníu. Leikurinn á morgun hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá hann í beinni útsendingu á vef knattspyrnusambands Norður Makedóníu. Hlekkur inn á beina útsendingu verður birtur á miðlum KSÍ þegar hann berst.

Ísland mætir svo Lúxemborg á föstudag og Frakklandi á mánudag, báðir leikirnir hefjast kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Hópurinn

  • Allan Purisevic - Stjarnan
  • Dagur Jósefsson - Selfoss
  • Daniel Ingi Jóhannesson - ÍA
  • Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF
  • Elvar Máni Guðmundsson - KA
  • Elvar Örn Petersen Guðmundsson - OB Odense
  • Hilmar Karlsson (M) - Breiðablik
  • Hrafn Guðmundsson - Afturelding
  • Ívar Arnbro Þórhallsson (M) - KA
  • Jón Arnar Sigurðsson - KR
  • Karl Ágúst Karlsson - HK
  • Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan
  • Óli Melander - Örebro
  • Sindri Sigurjónsson - Afturelding
  • Stefán Gísli Stefánsson - Fylkir
  • Stígur Diljan Þórðarson - Benfica
  • Sölvi Stefánsson - Víkingur R
  • Tómas Jóhannessen - Grótta
  • Valdimar Logi Sævarsson - KA
  • Þorri Stefán Þorbjörnsson - FH