• mán. 24. okt. 2022
  • Mótamál

Íslandsmótið í knattspyrnu innanhúss 2023 (futsal) - Drög að leikjaniðurröðun

Drög að leikjaniðurröðun í Íslandsmótinu innanhúss, Futsal, hjá meistaraflokki karla hafa verið birt á vef KSÍ.

13 lið eru skráð til leiks í meistaraflokki karla. Gert er ráð fyrir að keppni hefjist laugardaginn 12. nóvember.

Frestur til að skila inn athugasemdum við leikjaniðurröðun er til mánudagsins 31. október á netfangið hafsteinn@ksi.is.

Því miður verður ekki leikið í kvennaflokki, aðeins eitt lið skráði sig til leiks.

Umsjónarfélög:

Leiknir/KB, Kría, KFR, Vængir Júpíters, Uppsveitir og Árbær.

Félög sem eru með umsjón leikja þurfa að staðfesta við KSÍ hvort núverandi tímar og dagsetningar leikja henti.

Dómgæsla

Umsjón dómgæslu er í höndum KSÍ.

Futsal 2023:

Mótið á vef KSÍ

KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku.