• mán. 17. okt. 2022
  • Fræðsla

Vinnustofa - Fótbolti fyrir alla, konur og kalla

Laugardaginn 5. nóvember nk. verður blásið til vinnustofu í höfuðstöðvum KSÍ um fótbolta fyrir eldri iðkendur. Vinnustofan hefst kl. 10:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 13:00.

Fjallað verður um mismunandi form af fótbolta fyrir eldri leikmenn:

Göngubolta
Fótbolta fitness
„Old boys“
„Old girls“

Fulltrúar ýmissa hópa sem halda úti starfi á fyrrnefndum sviðum munu gefa innsýn inn í þeirra starf og velt verður upp nokkrum spurningum sem þátttakendur ræða, m.a.:

Möguleikar hjá mínu félagi
Hver er hagur félaga á að halda úti fótbolta fyrir eldri iðkendur?
Hverju er fólk að leitast eftir?
Keppni?
Félagsskap?
Hreyfingu?

Kostir þess að bjóða upp á fótbolta fyrir eldri leikmenn eru ótvíræðir. Má þar nefna fjölgun sjálfboðaliða hjá félögum, aukna nýtingu og meira líf í félagsheimilið, aukin þjónusta við nærumhverfið og mögulega aukin æfingagjöld til félaganna.

Við hvetjum félög eindregið til að senda fulltrúa; starfsmann almenningsíþróttadeildar, verkefnastjóra, öflugan sjálfboðaliða, fólk sem heldur utan um fótbolta fyrir eldri leikmenn á félagsvæðinu nú þegar og/eða fólk sem brennur af áhuga um fótbolta fyrir alla.

Frítt er á vinnustofuna og er hún opin öllum sem áhuga hafa. Skráninga á vinnustofuna fer fram hér.