A kvenna í 16. sæti á FIFA-listanum
A landslið kvenna er í 16. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og fellur um tvö sæti fra því listinn var síðast gefinn út. Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sætinu. Sömu tíu lið skipa tíu efstu sæti listans, þó breytingar hafi orðið á röðun þeirra.
Portúgal, sem lagði Ísland í umspili um sæti í lokakeppni HM í vikunni, fær flest stig á tímabilinu og Eistland er hástökkvarinn, fer upp um 10 sæti. Ný lönd inn á styrkleikalistann eru Sýrland og Pakistan og er fjöldi kvennalandsliða því orðinn 187, en aðildarþjóðir FIFA eru 211.
Mynd: Hulda Margrét.