Netnámskeið UEFA um góð samskipti fullorðinna við börn og unglinga
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, og Terre de Hommes bjóða upp á netnámskeið um góð samskipti fullorðinna við börn og unglinga í knattspyrnu. Námskeiðið fer fram 12. október og hefst það klukkan 9:00.
Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem starfa í yngriflokkastarfi og þá sem hafa áhuga á verndun barna og unglinga í knattspyrnu og öðrum íþróttum.
Námskeiðið er opið öllum og fer skráning fram með því að smella hér.