Góð áhrif EM kvenna á samfélagið
UEFA og enska knattspyrnusambandið gáfu í vikunni út skýrslu þar sem ýmiss konar áhrif af EM kvenna, sem fram fór á Englandi í sumar, koma í ljós.
Þátttaka í grasrótarfótbolta og samfélagsleg áhrif eru tveir af sex flokkum sem niðurstöður skiptast niður í.
Niðurstöður sýna að skilningur á knattspyrnu kvenna hefur aukist hjá 84% áhorfenda á EM í sumar.
Meira en helmingur íbúa í borgunum þar sem spilaðir voru leikir og tveir af hverjum 5 áhorfendum og sjálfboðaliðum mótsins hafa fundið fyrir hvatningu til að stunda meiri hreyfingu dags daglega eftir að mótinu lauk.