Seinni hluti Bestu deildar karla farinn af stað
Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um hefur keppnisfyrirkomulagi í efstu deild karla verið breytt þannig að mótinu er nú skipt í fyrri og seinni hluta. Í fyrri hlutanum er leikin hefðbundin tvöföld umferð með 22 umferðum þar sem öll lið mætast heima og heiman. Í seinni hlutanum er deildinni skipt í efri og neðri hluta - 6 lið í hvorum hluta sem mætast einu sinni hvert og þannig bætast við 5 umferðir.
Seinni hluti efstu deildar karla, Bestu deildarinnar, er nú hafinn og þegar hafa farið fram leikir í bæði efri og neðri hluta.