5-2 sigur hjá U15 kvenna
U15 landslið kvenna vann í dag 5-2 sigur á Tyrkjum þegar liðin mættust í fyrstu umferð í UEFA Development Tournament í Póllandi. Thelma Karen Pálmadóttir, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í leiknum.
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir kom Íslandi í forystu með eina marki fyrri hálfleiks. Tyrkir jöfnuðu leikinn eftir um 10 mínútna leik í seinni hálfleik. Thelma Karen skoraði þá tvö mörk áður en Tyrkir jöfnuðu muninn að nýju, en íslenska liðið gerði tvö seinustu mörkin og var þar að verki Thelma Karen í bæði skiptin.
Næsti leikur liðsins er á fimmtudag og er mótherjinn þá Pólland.