• mið. 14. sep. 2022
  • Mótamál
  • Besta deildin

Nýtt keppnisfyrirkomulag í Bestu deild karla – Hvert félag leikur 27 leiki

Nú líður að lokum á keppni fyrri hluta Bestu deildar karla. Í mótinu í ár eru nú í fyrsta skipti leiknar 27 umferðir, þ.e. 22 umferðir í fyrri hluta mótsins og 5 umferðir í seinni hluta mótsins.

Að loknum 22 umferðum er deildinni skipt tvo hluta. Þau félög sem enda í sætum eitt til sex leika sama í efri hluta mótsins, þar sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Félög sem enda í sætum sjö til tólf leika saman í neðri hluta mótsins og keppa um að forðast fall í Lengjudeild karla. Tvö félög falla úr deildinni líkt og áður.

Í seinni hluta mótsins er leikin einföld umferð, samtals fimm leikir á félag. Staða liða eftir fyrri hluta mótsins ræður leikjaröð í seinni hluta mótsins. Þar fá þau félög sem enda í sætum 1-3 þrjá heimaleiki en þau félög sem enda í sætum 4-6 fá tvo heimaleiki. Sama gildir í neðri hluta mótsins. Þar fá þau félög sem enda í sætum 7-9 þrjá heimaleiki en þau félög sem enda í sætum 10-12 fá tvo heimaleiki.

Í seinni hluta mótsins taka félögin stigin með sér úr fyrri hluta mótsins.