2283. fundur stjórnar KSÍ - 2. september 2022
2283. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn föstudaginn 2. september 2022 og hófst kl. 15:00.Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Ívar Ingimarsson, Orri V. Hlöðversson (á teams), Pálmi Haraldsson (tók sæti á fundinum kl. 15:10), Torfi Rafn Halldórsson og Unnar Stefán Sigurðsson.
Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson (á teams), Kolbeinn Kristinsson (á teams) og Tinna Hrund Hlynsdóttir.
Mættir fulltrúar landshluta: Ómar Bragi Stefánsson (Norðurland), Trausti Hjaltason (Suðurland) og Guðmundur Bj. Hafþórsson (varafulltrúi Austurland)
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.
Forföll: Helga Helgadóttir og Oddný Eva Böðvarsdóttur (landshlutafulltrúi Vesturlands).
Fundargögn:
- Fundargerð stjórnarfundar 2282
- Erindi vegna heiðursveitinga KS
1. Fundargerð síðasta fundar (2282) hefur þegar verið undirrituð með rafrænum hætti sem og fundargerð aukafundar 24. ágúst sl.
2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar.
a. Mótanefnd 31. maí 2022
b. Dómaranefnd 23. ágúst 2022
3. Verkefni milli funda
a. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður fór yfir stöðuna varðandi Þjóðarleikvang ehf.
b. Reglur og aðgerðaráætlun embættis Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála eru í faglegum yfirlestri og eru komin í uppsetningu hjá embættinu.
c. Rætt um samninga við leikmenn landsliða.
d. Rætt um fræðslu til leikmanna félagsliða og landsliða. Fræðsla til leikmanna landsliða er áætluð í október.
e. Rætt um samstarfsverkefni með Barnaheill.
KSÍ og Barnaheill – Save the Children á Íslandi sömdu á vormánuðum 2022 um tveggja ára samstarf um fræðsluverkefnið Verndarar barna með það að markmiði að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun á þessu tveggja ára tímabili fara í heimsókn til knattspyrnufélaga um allt land. Bundnar eru miklar vonir við þátttöku félaganna og er markmið KSÍ og Barnaheilla að í lok samstarfsins hafi öll aðildarfélög KSÍ fengið heimsókn og fræðslu. Fræðslan tekur fjóra klukkutíma og er aðildarfélögum KSÍ að kostnaðarlausu.
f. Fundað var með aðildarfélögum sambandsins þann 30. ágúst síðastliðinn.
g. Fulltrúar KSÍ sóttu Vestra, Einherja og Hött heim í ágúst.
h. Áætlað er að fulltrúar KSÍ heimsæki Víking Ólafsvík þann 17. september næstkomandi og 31. nóvember - 2. desember verða félög á Norðurlandi heimsótt. Þá verða félög á Suðurlandi og Suðurnesjum heimsótt í tengslum við stjórnarfundi í Keflavík og á Selfossi í október og desember nk.
i. Fyrr í vikunni var fundað með Háskóla Íslands og rætt um mögulegt samstarf.
j. Rætt um halda dag Barna- og unglingaráða þann 14. janúar 2023.
k. Rætt um að halda Barna- og ungmennaþing þann 19. nóvember næstkomandi.
4. Fjármál
a. Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynntu 6 mánaða uppgjör og spá fyrir lokastöðu ársins.
5. Mótamál
a. Torfi Rafn Halldórsson formaður mótanefndar fór yfir stöðuna í mótamálum. Rætt um 2. deild kvenna og reynsluna af nýju fyrirkomulagi í 3. flokki.
6. Landsliðsmál
a. Rædd voru þau verkefni sem eru framundan hjá landsliðum Íslands.
7. Önnur mál
a. Lagt fram erindi vegna heiðursveitinga í tilefni 90 ára afmælis KS Siglufirði. Formanni og framkvæmdastjóra gefið umboð til að ljúka málinu.
b. Staðfest að formanna- og framkvæmdastjórafundur verði laugardaginn 26. nóvember 2022.
c. Rætt um starfshópa.
d. Landshlutafulltrúar sögðu fréttir frá sínum landshlutum.
e. Tillaga um næstu stjórnarfundi:
– 6. október (í Keflavík)
– 1. nóvember
– 8. desember (jólafundur með fulltrúum landshluta – haldinn á Selfoss)