• þri. 06. sep. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

Sigurmark Hollands í blálokin - Ísland í umspil

Holland lagði Ísland með einu marki gegn einu í lokaleiknum í undankeppni HM 2023 þegar liðin mættust í Utrecht í kvöld, þriðjudagskvöld.  Sigurmarkið kom í blálokin á leiknum, alveg gríðarlega svekkjandi fyrir íslenska liðið sem hafði varist af miklum krafti í 90 mínútur.  Úrslitin þýða að Ísland fer í umspil um sæti í lokakeppni HM 2023.  Dregið verður í umspilið á föstudag.

Hollendingar voru sterkari aðilinn og stjórnuðu ferðinni nánast allan leikinn en íslenska liðið varðist af miklum baráttumóð.  Þrátt fyrir mýmörg marktækifæri tókst hollenska liðinu ekki að skora fyrir en á þriðju mínútu uppbótartímans og eins marks tap er því niðurstaðan.

Riðillinn