Alþjóðlegur dagur litblindu
Í dag, þriðjudaginn 6. september, er alþjóðlegur dagur litblindu. Einn af hverjum 12 körlum og ein af hverjum 200 konum eru að jafnaði litblind.
Frá hausti 2019 hefur KSÍ verið þátttakandi í verkefninu "Tackling colour blindness in sports".
Í tilefni dagsins hefur KSÍ ásamt TACBIS gefið út á myndbandi frásögn Sunnu Kristínar Gísladóttur um hvaða áhrif litblinda hefur haft á hana sem fótboltakonu. Sunnar spilar með Breiðabliki/Augnabliki.