• mið. 31. ágú. 2022
  • Landslið

KSÍ semur við STATSports um notkun á GPS tækjum

KSÍ og STATSports hafa undirritað samning um að landslið Íslands í knattspyrnu noti GPS tæki frá STATSports næstu árin.

GPS tæki eru notuð til að mæla og greina ýmsar tölur tengdar frammistöðu leikmanna, s.s. hlaupatölur, fjarlægð sem þeir hlaupa, hámarkshraða, hversu marga metra leikmaðurinn hleypur á háum hraða o.s.frv. Einnig er hægt að nota GPS tæki til að fylgjast með álagi leikmanna í leikjum og við æfingar.

STATSports, sem er með höfuðstöðvar á Írlandi, er eitt af fremstu fyrirtækjum á þessu sviði í heiminum og með þessum samningi stígur KSÍ enn eitt skrefið á þeirri vegferð að þróa og efla knattspyrnustarfið á Íslandi með öflun og vinnslu gagna og upplýsinga.

Á meðal knattspyrnusambanda sem nota GPS tæki frá STATSports má nefna Brasilíu, England, Portúgal og Belgíu.

Vefur STATSports