Tom Goodall ráðinn til KSÍ
KSÍ hefur samið við leikgreinandann Tom Goodall um verkefni tengd A landsliðum kvenna og karla og gildir samningurinn út árið 2023.
Tom, sem starfar hjá Hudl á Englandi og hefur starfað fyrir KSÍ síðan í mars á þessu ári, við verkefni hjá A landsliðum karla og kvenna, meðal annars með A kvenna á EM í Englandi í sumar, hefur mikla reynslu í leikgreiningu, gagnasöfnun og gagnanotkun og hefur unnið sem leikgreinandi hjá félögum í efstu deildum á Englandi.
KSÍ samdi við Hudl fyrr á þessu ári um að nýta Hudl-lausnir fyrir íslensku knattspyrnulandsliðin, og Tom Goodall flutti fyrirlestur á súpufundi KSÍ í maí þar sem hann m.a. kenndi þjálfurum, greinendum og öðrum áhugasömum aðilum að nota Hudl leikkerfið til að greina leiki, vinna úr klippum, flokka klippur í spilalista, nota hágæða teikniforrit Hudl og deila klippum með öðrum (leikmönnum, þjálfurum og öðrum).