Samráðs- og upplýsingafundir með aðildarfélögum
Þriðjudaginn 30. ágúst næstkomandi verða haldnir samráðs- og upplýsingafundir með aðildarfélögum KSÍ. Fundirnir verða haldnir í höfuðstöðvum KSÍ en einnig verður boðið upp á Teams fyrir þau sem komast ekki á staðinn.
Markmið fundanna er framþróun fótboltans gegnum samráð og samstarf, upplýsingagjöf, spjall og spurningar. Aðildarfélögum hefur verið sent boð á fundina þar sem fram koma upplýsingar um nánari dagskrá og umræðuefni.
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:00-18:30
Félög í neðri deildum (2., 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna).
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 19:00-21:00
Félög í efstu deildum karla og kvenna (Bestu deildir karla og kvenna og Lengjudeildir karla og kvenna).