Starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs KSÍ laust til umsóknar
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ), auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs. Sviðsstjóri knattspyrnusviðs ber ábyrgð á faglegu starfi KSÍ á knattspyrnusviði og heyrir undir framkvæmdastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins.
- Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf.
- Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best.
- Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum.
- Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra.
- Aðkoma að þjálfun landsliða.
Menntunar og hæfiskröfur
- UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði
- Þekking á íslenskri knattspyrnu
- Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu
- Góð tungumálakunnátta
Umsóknir sendist á netfangið klara@ksi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2022.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri KSÍ – Klara Bjartmarz í síma 510-2901.