• mán. 22. ágú. 2022
  • Evrópuleikir

Valskonur komnar áfram í Meistaradeild Evrópu

Mynd: Hulda Margrét

Valur og Breiðablik spiluðu síðari leiki sína í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Valur tryggði sér sæti í annarri umferð keppninnar í gær þegar þær höfðu betur gegn írsku meisturunum í Shelbourne. Lokatölur voru 3-0 þar sem Cyera Hintzen, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Elísa Viðarsdóttir skoruðu mörk Vals.

Breiðablik, sem voru dottnar úr keppni eftir tap gegn Rosenborg á fimmtudaginn, mættu Slovácko frá Tékklandi í gær. Leiknum lauk með 0-3 sigri Breiðabliks þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll mörk Breiðabliks.

Dregið verður í 2. umferð Meistaradeildarinnar þann 1. september klukkan 11:00. Önnur umferðin fer fram í lok september og verður spilað heima og að heiman þar sem sigurvergarinn fer í riðlakeppnina.