Knattspyrnulögin - Tvö brot framin á sama tíma
Samkvæmt Knattspyrnulögunum skal refsa fyrir alvarlegra brotið séu tvö brot framin á sama tíma í leik. Sem dæmi má nefna að peysutog sem byrjar utan teigs og heldur áfram inn í teig skal refsað með vítaspyrnu þar sem brot inni í teig er alvarlegra en brot utan teigs.
í 5. grein laganna segir um agarefsingar:
"Ef fleiri en eitt leikbrot eru framin á sama tíma ber dómaranum að refsa fyrir alvarlegra brotið með hliðsjón af þeim viðurlögum sem þeim fylgja, þ.e. hvernig hefja skal leik að nýju, ákefð líkamlegrar snertingar og taktískra áhrifa."