U17 karla - tap í síðasta leik á Telki Cup
U17 ára landslið karla tapaði 1-6 gegn Króatíu í síðasta leik sínum á Telki Cup í Ungverjalandi.
Daniel Ingi Jóhannesson skoraði mark Íslands í leiknum. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu.
Næsta verkefni liðsins eru leikir í fyrstu umferð undankeppni EM 2023 í haust. Ísland er þar í riðli með Frakklandi, Norður Makeóníu og Lúxemborg.