• fös. 19. ágú. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Hópurinn fyrir tvo leiki í september

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hóp sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023 í september.

Þetta eru tveir síðustu leikir í riðlakeppni undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli föstudaginn 2. september kl. 17:30 og Hollandi á Stadion Galgenwaard í Utrecht þriðjudaginn 6. september kl. 18:45.

Leikirnir báðir eru gríðarlega mikilvægir, en með sigri gegn Belarús fer Ísland í efsta sæti riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Hollandi. Leikurinn gegn Belarús er einnig mikilvægur fyrir mögulegt umspil, en hægt er að lesa frekar um það á vef UEFA.

Vefur UEFA

Miðasala á leik Íslands og Belarús hefst þriðjudaginn 23. ágúst kl. 12:00 á tix.is.

Hópurinn

Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV

Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R.

Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir

Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk

Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir

Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark

Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark

Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir

Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk

Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk

Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk

Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk

Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir

Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk

Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk